Fréttir

Vorhátíð frestað

Kæru foreldrar. Í ljósi aðstæðna hefur fyrirhugaðri vorhátíð sem halda átti laugardaginn 9. maí verið frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

2020-04-04T20:45:16+00:004. apríl 2020 | 20:45|

Skólastarf Vinagarðs í samkomubanni

Vinagarður var lokaður í dag á meðan starfsfólk skipulagði næstu vikur ásamt því að þrífa og undirbúa undir opnun á morgun, þriðjudag. Leikskólinn verður opinn frá og með morgundeginum en lagt er upp með að aðeins helmingur barna verði í leikskólanum í einu. Allir foreldrar hafa fengið upplýsingar um hvaða daga börnin þeirra mega [...]

2020-03-16T18:44:01+00:0016. mars 2020 | 18:43|

Skipulagsdagur mánudaginn 16. mars

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að starfsdagur verði í öllum grunnskólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn. Þetta er gert til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkun á skólastarfi nær til. Þetta þýðir að grunn- og leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu verða ekki í skólanum [...]

2020-03-13T16:31:12+00:0013. mars 2020 | 16:30|

Upplýsingar til foreldra vegna COVID-19

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind [...]

2020-03-05T18:07:34+00:003. mars 2020 | 10:15|

Dagur leikskólans 6. febrúar

Þann 6. febrúar er dagur leikskólans. Venju samkvæmt bjóðum við foreldrum í heimsókn á söngstund þann dag. Söngstundin hefst kl. 15:30 og verður á Uglugarði.

2020-02-03T17:16:31+00:003. febrúar 2020 | 17:16|

Ekkert verkfall á Vinagarði

Rétt er að ítreka að verkfallsaðgerðir Eflingar í Reykjavík hafa engin áhrif á starfsemina á Vinagarði. Allir kjarasamningar starfsfólks eru við Samtök sjálfstæðra skóla en ekki Reykjavíkurborg. Starfsemin helst því óskert.

2020-03-05T18:07:31+00:003. febrúar 2020 | 10:14|

Appelsínugul viðvörun

Kæru foreldrar Upplýsingar sem bárus frá Skóla-og frístundasvið vegna röskunar á skólastarfi á morgun: Foreldrar sæki börn af leikskóla upp úr hádegi, í síðasta lagi kl. 15.

2019-12-09T22:12:07+00:009. desember 2019 | 22:11|

Aðventukaffi

Mánudaginn 2. desember er foreldrum boðið í aðventukaffi þegar börnin eru sótt í leikskólann milli kl. 14:30-16:30. Gaman væri ef foreldrar gætuð staldrað við með börnunum ykkar og þegið heitt kakó og piparkökur

2019-11-29T14:37:05+00:0029. nóvember 2019 | 14:37|

Foreldrafundur 16. september

Mánudaginn 16. september verða haldnir foreldrafundir á deildum leikskólans. Fundirnir hefjast kl. 20 og á þeim mun starfsfólk fara yfir starfið og helstu atriði sem þurfa að koma fram í samskiptum foreldra og skóla. Eftir fundina fer fram aðalfundur foreldrafélagsins þar sem ársskýrsla og ársreikningar verða lagðir fram auk þess sem kosið verður í nýja [...]

2019-09-06T22:08:00+00:006. september 2019 | 22:08|
Go to Top