Mynd af María Sighvatsdóttir
María Sighvatsdóttir
Leikskólastjóri

Sími: 553-3038
Netfang: leikskoli@kfum.is
Fædd: 9. september 1954

María er leikskólakennari og útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands 1991. Hún starfaði áður á leikskólanum Drafnarborg 1979 – 1984, leikskólanum Lækjarborg 1985 – 1987 og á Vistheimili barna hjá Reykjavíkurborg 1975 – 1979. Hún var deildarstjóri á leikskólanum Laugaborg 1991 – 1998. Hún hefur verið leikskólastjóri frá 1. janúar 1999.

María hefur víðtæka reynslu úr starfi KFUM og K. Hún hefur verið 2 ár í stjórn Vindáshlíðar, 9 ár í stjórn KFUK og tekið þátt í barna- og unglingastarfi KFUM og K 1970 – 1993 og kirkjunnar 1987 – 1997.

Mynd af María Jónsdóttir
María Jónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri / Deildarstjóri Uglugarðs

Fædd: 7. nóvember 1962

María er leikskólakennari og útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands vorið 1984 og starfaði við leikskólann frá haustinu 1984 – mars 1990 sem leikskólastjóri. Síðan sem deildarstjóri frá hausti 1991 – maí 1993. Þá hefur hún starfað á leikskólanum Hálsaborg frá ágúst 1995 – júlí 2002 og þar af sem aðstoðarleikskólastjóri frá maí 1997. Hún hóf aftur störf við leikskólann í ágúst 2002. María er aðstoðarleikskólastjóri ásamt því að vera deildarstjóri á Ungagarði.

María hefur einnig tekið þátt í barnastarfi í Kefllavíkurkirkju og Veginum.

Mynd af Anna Jóhanna Hilmarsdóttir
Anna Jóhanna Hilmarsdóttir
Afleysingar

Fædd: 27. janúar 1956

Anna er með BA próf í guðfræði og lauk námi í þjóðfræði vorið 2013. Anna hóf störf við leikskólann haustið 2011.

Hún hefur starfað hjá KFUM og KFUK síðan 1976 aðallega á skrifstofusviði og tók virkan þátt í barna- og unglingastarfi félagsins í fimmtán ár. Auk þess hefur hún setið í stjórnum KFUK, sumarstarfsins í Vindáshlíð og Kristilegu skólahreyfingarinnar. Hún hefur starfað í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum.

Mynd af Brynjar Kristinsson
Brynjar Kristinsson
Matráður
Mynd af Gerður Bolladóttir
Gerður Bolladóttir
Umsjón tónlistarstunda
Mynd af Ragnhildur Gunnarsdóttir
Ragnhildur Gunnarsdóttir
Sérkennslustjóri

Fædd: 30. maí 1963

Ragnhildur útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1986. Hún kenndi við Hvassaleitisskóla 1986–1987 og vann á leikskólanum Foldaborg 1992–1994 þar af sem deildarstjóri 1993-1994.
Hún hóf störf við leikskólann í september 2002 og hefur starfað sem deildarstjóri lengst af en tók við sem sérkennslustjóri haustið 2015.

Ragnhildur hefur tekið virkan þátt í barna- og unglingastarfi KFUM og K frá 16 ára aldri. Hún hefur starfað á leikjanámskeiðum KFUM og K og var ráðskona í sumarbúðunum í Vatnaskógi 1984-1985. Auk þess hefur hún verið í stjórn Kristilegra skólasamtaka og í stjórn Leikskóla KFUM og K.

Mynd af Þorbjörg Björg Tómasdóttir
Þorbjörg Björg Tómasdóttir
Afleysingar

Fædd: 12. júní 1962

Þorbjörg lauk námi á fóstur- og þroskaþjálfarabraut frá Kvennaskólanum árið 1982. Hún vann á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar á árunum 1994-2005. Árið 2004 lauk hún stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Fjölbrautasrskólanum í Breiðholti og fékk þá m.a. verðlaun fyrir góðan námsárangur í uppeldisfræði. Haustið 2005 stundaði hún staðnám á Grunnskólabraut við Kennaraháskólann. Í desember sama ár fór hún að vinna á leikskólanum Austurborg og fór þá í fjarnám við KHÍ.

Þorbjörg hóf störf á Vinagarði í október 2006.

Mynd af Ingibjörg Leifsdóttir
Ingibjörg Leifsdóttir
Deildarstjóri
Guðrún Ragna Karlsdóttir
Leiðbeinandi
Mynd af Alma Auðunardóttir
Alma Auðunardóttir
Deildarstjóri

Fædd: 14. apríl 1984

Alma er með BA-gráðu í félagsfræði og MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífsýn. Alma hóf störf við leikskólann í maí 2010

Hún hefur meðal annars unnið á leikjanámskeiðum hjá KFUM & KFUK, á frístundaheimili hjá ÍTR og í Ævintýralandi Kringlunnar.

Mynd af Aðalheiður Sighvatsdóttir (Allý)
Aðalheiður Sighvatsdóttir (Allý)
Leiðbeinandi

Fædd: 21. janúar 1956

Allý hefur starfað við leikskólann síðan 1984 með hléum. Hún starfaði á leikskólanum Drafnarborg 1975 – 1976 og á leikskólanum Brákaborg 1987 – 1988.

Hún hefur tekið þátt í barnastarfi KFUM og K í 29 ár og var í stjórn sumarbúða KFUK í Vindáshlíð.

Mynd af Sesselja Kristinsdóttir
Sesselja Kristinsdóttir
Leiðbeinandi
Mynd af Hulda Björg Jónsdóttir
Hulda Björg Jónsdóttir
Deildarstjóri

Fædd: 8. apríl 1971

Hulda starfaði sem dagmóðir frá 2000-2004. Hún vann sem leiðbeinandi á Vinagarði 2004-2005. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri í maí 2009 og hóf störf á ný við Vinagarð í ágúst 2009.

Gunnhildur Fjóla Ágústsdóttir
Leiðbeinandi
Mynd af María Sigurðardóttir
María Sigurðardóttir
Leiðbeinandi

Fædd: 27. ágúst 1967

B.s. í umhverfis- og orkufræði.

Mynd af Grumnesh Lenehesa
Grumnesh Lenehesa
Leiðbeinandi (í fæðingarorlofi)
Mynd af Eva Dögg Sveinsdóttir
Eva Dögg Sveinsdóttir
Deildarstjóri

Fædd: 21. ágúst 1981

Eva Dögg útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.A gráðu í ensku með þýsku sem aukagrein og með kennsluréttindi af kennsluréttindabraut í október 2009.

Meðfram námi sínu starfaði hún m.a. í móttöku á hótelum 1998-2002, sem leiðsögumaður 2004-2009 og stuðningsfulltrúi í sjálfstæðri búsetu fatlaðra 1999-2007. Eva Dögg starfaði sem enskukennari í 1.-7. bekk í Ingunnarskóla haustið 2007 og sem aðstoðarkennari í ensku í Gen.-Grundschule Veen í Alpen í Þýskalandi vorið 2008. Árið 2009-2110 vann hún á leikskólanum Fífuborg og sem dagforeldri 2011-2012.

Hún hóf störf við leikskólann Vinagarð í ágúst 2012

Einar Sigurmundsson
Leiðbeinandi
Mynd af Gyða Rut Arnmundardóttir
Gyða Rut Arnmundardóttir
Leiðbeinandi
Mynd af Katarzyna Jakubowska (Kasia)
Katarzyna Jakubowska (Kasia)
Leiðbeinandi (í fæðingarorlofi)
Mynd af María Jónsdóttir
María Jónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri / Deildarstjóri Uglugarðs

Fædd: 7. nóvember 1962

María er leikskólakennari og útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands vorið 1984 og starfaði við leikskólann frá haustinu 1984 – mars 1990 sem leikskólastjóri. Síðan sem deildarstjóri frá hausti 1991 – maí 1993. Þá hefur hún starfað á leikskólanum Hálsaborg frá ágúst 1995 – júlí 2002 og þar af sem aðstoðarleikskólastjóri frá maí 1997. Hún hóf aftur störf við leikskólann í ágúst 2002. María er aðstoðarleikskólastjóri ásamt því að vera deildarstjóri á Ungagarði.

María hefur einnig tekið þátt í barnastarfi í Kefllavíkurkirkju og Veginum.

Mynd af Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
Leiðbeinandi

Fædd: 14. apríl 1993

Anna Kristín lagði stund á starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskafrávik við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist sem leikskólaleiðbeinandi vorið 2017.

Anna Kristín er í 50% starfshlutfalli.

Mynd af Anna Peta Guðmundsdóttir
Anna Peta Guðmundsdóttir
Leiðbeinandi

Fædd 12. júní 1961.

Anna Peta (kölluð Pippa) lauk námi sem heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands árið 2002. Hún lagi stund á leikskólafræði hjá Mími símenntun og lauk námi sem leikskólaliði árið 2014. Hún starfaði á leikskólanum Stakkaborg 2006 – 2016. Hóf störf á Vinagarði í október 2016.

Mynd af Sigrún Ásta Kristinsdóttir (Dadda)
Sigrún Ásta Kristinsdóttir (Dadda)
Leiðbeinandi

Fædd: 17. júní 1951

Dadda hefur starfað í sumarbúðunum í Vindáshlíð og í barnastarfi í Seljakirkju og í fríkirkjunni Veginum. Einnig hefur hún sótt námskeið til Svíþjóðar um barnastarf á kristilegum grunni. Hún er formaður Aglow í Reykjavík sem er kristilegt kvennastarf og tekur þátt í kennslu og ráðgjöf í Veginum.

Dadda hefur starfað á leikskólanum síðan í september 1987.