Fréttir

Börn á einni deild í sóttkví

Í dag er staðan sú að tveir starfsmenn til viðbótar hafa greinst með Covid 19 og voru báðir á sömu deildinni. Því hefur smitrakningarteymi Ríkislögreglustjóra tekið ákvörðun um að öll börn sem voru á deildinni miðvikudag og fimmtudag skuli fara í sóttkví í 7 daga talið frá fimmtudeginum. Foreldrar barnanna hafa fengið viðeigandi upplýsingar. Önnur [...]

2021-08-09T15:51:43+00:009. ágúst 2021 | 15:51|

Vinagarður lokaður vegna smits

Því miður hefur komið upp Covid 19 smit hjá starfsmanni á leikskólanum. Starfsmaðurinn var ekki í beinum samskiptum við börn og því hafa þau ekki verið útsett fyrir smiti. Allt starfsfólk Vinagarðs þarf hins vegar að fara í sóttkví og verður leikskólinn því lokaður föstudag, mánudag og þriðjudag. Starfsfólk í sóttkví fer í sýnatöku á [...]

2021-08-05T20:07:20+00:005. ágúst 2021 | 20:05|

Vinagarður lokaður föstudaginn 2. júlí

Kæru foreldrar og forráðamenn á Vinagarði. Í vetur hefur verið óvenjulegt álag á okkar góða starfsfólki. Þau hafa staðið af sér allar áskoranir heimsfaraldurs og í þokkabót hefur hópurinn ekki fengið þá styttingu vinnuvikunnar sem samið var um í kjarasamningi. Ástæðan er sú að erfiðlega gekk að finna fleira starfsfólk til að brúa bilið og [...]

2021-06-10T13:31:30+00:0010. júní 2021 | 13:31|

Karellen leikskólakerfið á Vinagarði

Undanfarnar vikur hefur starfsfólk skólans unnið ötullega í að taka upp nýtt leikskólakerfi. Kerfið heitir Karellen og hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um það á www.karellen.is. Með nýju kerfi mun upplýsingaflæði og samskipti milli skóla og heimilis eflast. Til þess að fá aðgang að innra kerfinu, biðjum við ykkur að fara inn á [...]

2021-05-17T23:13:22+00:0017. maí 2021 | 23:11|

Rafræn söngstund í tilefni af degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 6. febrúar. Að þessu sinni lendir hann á laugardegi og því var áætlað að bjóða foreldrum að mæta á opna söngstund í leikskólanum daginn áður. Vegna samkomutakmarkana reynist það þó ekki mögulegt en þess í stað verður söngstund af Vinagarði streymt í Facebook hópi leikskólans föstudaginn 5. febrúar [...]

2021-02-04T13:15:52+00:004. febrúar 2021 | 13:15|

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Vinagarð Holtavegi 28 Vinagarður er sjálfstætt starfandi leikskóli rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi. Skólinn er fimm deilda leikskóli  staðsettur í jaðri Laugardals þar sem stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á kærleiksríkt og öflugt lærdómssamfélag þar sem [...]

2021-02-05T08:19:33+00:004. febrúar 2021 | 08:17|

Breytt dagskrá á Vinagarði í desember

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða breytingar á föstum liðum hér í leikskólanum sem við höfum haldið á aðventunni. Aðventukaffið fellur niður fyrir foreldra en við munum halda það fyrir börnin og mun hver deild útfæra það á sinn hátt. Jólaballið verður haldið með börnunum á leikskólatíma án foreldra og munum við gera okkur glaðan dag [...]

2020-11-27T17:26:42+00:0027. nóvember 2020 | 17:26|

Skipulagsdagur 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi  mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda. Vinagarður verður því lokaður þann dag en við opnum aftur þriðjudaginn 3. nóvember. Foreldrar mega vænta nánari upplýsinga á mánudaginn.

2020-11-01T11:01:16+00:001. nóvember 2020 | 11:01|

Gátlisti um heilsufar leikskólabarna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa nú gefið út gagnlegan gátlista um heilsufar leikskólabarna. Þar eru m.a. leiðbeiningar um við hvaða aðstæður barn á að vera heima. Leikskólinn hvetur foreldra til þess að kynna sér listann vel en hann er aðgengilegur á vef heilsugæslunnar. Einnig er vert að minna á upplýsingar um smitsjúkdóma barna sem [...]

2020-09-17T13:06:23+00:0017. september 2020 | 13:06|

Aðalfundur Vinagarðs 2020

Aðalfundur Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK verður haldinn mánudaginn 4. maí 2020 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á efri hæðinni á Holtavegi 28. Fundurinn var áður á dagskrá í mars en var frestað vegna samkomubanns. Á fundinum verður gætt að því að 2 m fjarlægðarmörk á milli fundarmanna verði virt. Dagskrá Starfsskýrsla [...]

2020-04-27T15:54:39+00:0027. apríl 2020 | 15:54|
Go to Top