Forsíða2020-04-16T22:07:11+00:00

Aðalfundur Vinagarðs 2020

Aðalfundur Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK verður haldinn mánudaginn 4. maí 2020 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í stóra salnum á efri hæðinni á Holtavegi [...]

By |27. apríl 2020 | 15:54|

Vorhátíð frestað

Kæru foreldrar. Í ljósi aðstæðna hefur fyrirhugaðri vorhátíð sem halda átti laugardaginn 9. maí verið frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

By |4. apríl 2020 | 20:45|

Framundan

Ekkert skráð

Skoða skóladagatal

Hvað segja foreldar um Vinagarð?

Ég er einstaklega þakklát fyrir að bæði börnin mín hafa fengið að alast upp að hluta á Vinagarði. Þakklætið snýr fyrst og fremst að yndislegu starfsfólki skólans þó að öll umgjörð og aðstaða er einnig til fyrirmyndar.

Á Vinagarði starfar duglegt, metnaðarfullt og einstaklega umhyggjusamt fólk sem auðgar með nærveru sinni, hlýju og fagmennsku líf þeirra barna sem fá að vera í kringum það. Aðferðir skólans við að örva skilningsvit og forvitni barnanna eru aðdáunarverðar og dugnaður starfsfólks við að búa til dýrmætar upplifanir fyrir börnin er ótrúlegur.

Báðum börnunum mínum hefur liðið mjög vel á Vinagarði og að lokinni leikskólagöngu hóf sonur minn skólagöngu sína með gott veganesti á borð við falleg gildi, sterka félagslega getu og ekki var það verra að hann var orðin fluglæs þökk sé leikskólanum.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, Vinagarðsforeldri

Vinagarður er einstakur leikskóli í sérlega fallegu umhverfi með frábæru starfsfólki, fullur af hlýju og ró. Tónlistarstundirnar og málbeinin hans Lubba skila sér heim á hverjum degi. Það sem mér finnst þó merkilegast og dýrmætast er að starfsfólkið skuli vera jafn brosandi glatt í loks dags og það er að morgni. Vinagarður er réttnefni!

Hallgrímur Helgason, Vinagarðsforeldri

Klárlega einn besti leikskólinn! Ég hef mjög mikla og góða reynslu af Vinagarði. Eldri börnin mín tvö voru á leikskólanum, dásamlegt starfsfólk alltaf brosandi, gott andrúmsloft frábært útisvæði, mín börn hlökkuðu alltaf til í að fara í leikskólann og nú þessi yngsta. Mæli 100% með Vinagarði.

Þórunn Högna, Vinagarðsforeldri

Frábært og fræðandi leikskólastarf með hjartahlýjum kennurum.

Harpa Kára, Vinagarðsforeldri
Skoða öll ummæli

Betri svefn

Heilsuvefurinn

Barnasáttmáli SÞ

Leikskólar Reykjavíkur