IMG_0624Vinagarður er kristilegur leikskóli, staðsettur í Laugardalnum í Reykjavík. Leikskólinn er einkaskóli og rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi.

Starf leikskólans tekur mið af aðalnámsskrá leikskóla en auk þess er gengið út frá forsendum kristinnar trúar og áhersla lögð á kristna fræðslu, kristilegt siðgæði og að barnið öðlist grundvallartraust sem er viðfangsefni í trúarlegri uppeldismótun.

Í starfi leikskólans er einnig lögð áhersla á að börnin læri um náttúruna, læri að bera umhyggju fyrir henni og öllu því sem Guð hefur skapað.

Vináttan í víðum skilningi þess orðs er eins og rauður þráður í starfi leikskólans og er hún eitt af sérkennum hans. Tengist vináttan ávallt þemanu á einhvern hátt.

Skólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri og skiptist í 5 deildir eftir aldri barnanna. Yngstu börnin eru á Lambagarði og Ungagarði en Kópagarður og Grísagarður eru fyrir 3 – 4 ára börnin og Uglugarður er fyrir 5 ára börnin.

Markmið leikskólans er að :

  • að ala upp sjálfstæða, ábyrga einstaklinga sem elska og virða hvern annan og elska náungann eins og sjálfan sig.
  • að miðla menningararfinum og stuðla að persónulegum þroska barnanna.

Leikskóli KFUM og KFUK var stofnaður 17. nóvember 1975 og starfaði í Langagerði 1 í rúm 26 ár. Hann flutti á Holtaveg 28 í Reykjavík 2. apríl 2002 og hlaut þá nafnið Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK.

Leikskólastjóri er María Sighvatsdóttir og má fá allar nánari upplýsingar hjá henni í síma 553 3038. Einnig er öllum velkomið að koma í heimsókn til okkar eða senda okkur tölvupóst.

Hægt er að sækja um leikskólapláss hér á vefnum.

Námskrá Vinagarðs (2017)

Starfsáætlun 2019-2020

Svona vinnum við

Í leikskólanum fer fram markvisst uppeldis- og fræðslustarf sem unnið er í gegnum leikinn. Fastir liðir í leikskólastarfinu eru: