Uglugarður er elsta deildin á Vinagarði, ætluð 5 ára börnum. Nú er farið að nálgast útskrift og börnin eru undirbúin undir að fara í grunnskóla.

Starfsfólk

Mynd af María Jónsdóttir
María Jónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri / Deildarstjóri Uglugarðs

Fædd: 7. nóvember 1962

María er leikskólakennari og útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands vorið 1984 og starfaði við leikskólann frá haustinu 1984 – mars 1990 sem leikskólastjóri. Síðan sem deildarstjóri frá hausti 1991 – maí 1993. Þá hefur hún starfað á leikskólanum Hálsaborg frá ágúst 1995 – júlí 2002 og þar af sem aðstoðarleikskólastjóri frá maí 1997. Hún hóf aftur störf við leikskólann í ágúst 2002. María er aðstoðarleikskólastjóri ásamt því að vera deildarstjóri á Ungagarði.

María hefur einnig tekið þátt í barnastarfi í Kefllavíkurkirkju og Veginum.

Mynd af Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
Leiðbeinandi

Fædd: 14. apríl 1993

Anna Kristín lagði stund á starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskafrávik við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist sem leikskólaleiðbeinandi vorið 2017.

Anna Kristín er í 50% starfshlutfalli.

Mynd af Anna Peta Guðmundsdóttir
Anna Peta Guðmundsdóttir
Leiðbeinandi

Fædd 12. júní 1961.

Anna Peta (kölluð Pippa) lauk námi sem heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands árið 2002. Hún lagi stund á leikskólafræði hjá Mími símenntun og lauk námi sem leikskólaliði árið 2014. Hún starfaði á leikskólanum Stakkaborg 2006 – 2016. Hóf störf á Vinagarði í október 2016.

Mynd af Sigrún Ásta Kristinsdóttir (Dadda)
Sigrún Ásta Kristinsdóttir (Dadda)
Leiðbeinandi

Fædd: 17. júní 1951

Dadda hefur starfað í sumarbúðunum í Vindáshlíð og í barnastarfi í Seljakirkju og í fríkirkjunni Veginum. Einnig hefur hún sótt námskeið til Svíþjóðar um barnastarf á kristilegum grunni. Hún er formaður Aglow í Reykjavík sem er kristilegt kvennastarf og tekur þátt í kennslu og ráðgjöf í Veginum.

Dadda hefur starfað á leikskólanum síðan í september 1987.