Reglur um öryggismyndavélar á Vinagarði leikskóla KFUM og KFUK og meðferð upplýsinga sem safnast

Tilgangur öryggismyndavéla

  1. Öryggismyndavélar á Vinagarði leikskóla KFUM og KFUK við húsnæði leikskólans á Holtavegi 28 og húsnæði KFUM og KFUK á Íslandi á Holtavegi 28 eru eingöngu til öryggis- og eignavörslu og aðeins má nota upplýsingar sem safnast í þeim tilgangi

Ábyrðgaraðili

  1. Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem safnast með öryggismyndavélunum.

Geymsla upplýsinga

  1. Upplýsingar úr öryggismyndavélum má ekki varðveita lengur en 90 daga. Geymslu upplýsinga skal vera þannig háttað að engir aðrir en þeir sem hafa skilgreindan aðgang að upplýsingunum, geti komist í þær

Upplýsingar til starfsmanna og foreldra

  1. Starfsmönnum, foreldrum barna og öðrum skal gert viðvart um öryggismyndavélar, með merki eða á annan áberandi hátt.

Aðgangur að upplýsingum

  1. Leikskólastjóri hefur umsjón með öryggismyndavélum. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskóla­stjóri og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi mega skoða upptöku í rauntíma og upptökur.
  2. Heimilt er að afhenda lögreglu eða dómsyfirvöldum upplýsingar úr öryggismyndavélum ef um slys eða meintan refsiverðan verknað er að ræða. Einungis er heimilt að afhenda öðrum en ofangreindum aðilum upplýsingar úr öryggismyndavélum, ef samþykki þess sem upplýsingarnar snerta liggur fyrir eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar eða dómsyfirvalda. Beiðni með ósk um afhendingu upplýsinga skal vera skrifleg og berast leikskólastjóra.

Reykjavík, 18. febrúar 2019