Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að starfsdagur verði í öllum grunnskólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn. Þetta er gert til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkun á skólastarfi nær til.

Þetta þýðir að grunn- og leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu verða ekki í skólanum á mánudaginn, þar með talin börnin á Vinagarði.

Þá er aðalfundi leikskólans, sem halda átti miðvikudaginn 18. mars, frestað. Ný dagsetning verður auglýst síðar.