Kæru foreldrar og forráðamenn á Vinagarði.

Í vetur hefur verið óvenjulegt álag á okkar góða starfsfólki. Þau hafa staðið af sér allar áskoranir heimsfaraldurs og í þokkabót hefur hópurinn ekki fengið þá styttingu vinnuvikunnar sem samið var um í kjarasamningi. Ástæðan er sú að erfiðlega gekk að finna fleira starfsfólk til að brúa bilið og það var einlægur vilji starfshópsins að fara ekki út í neina styttingu ef að það kæmi niður á börnunum og fjölskyldum þeirra.

Þá hefur foreldrafélag Vinagarðs að jafnaði gefið hverjum starfsmanni frídag á launum árlega en vegna faraldursins féll sá frídagur niður í ár og í fyrra.

Af þessum ástæðum langar stjórn Vinagarðs að gera sérstaklega vel við starfsfólk leikskólans fyrir sumarfrí. Því hefur stjórnin ákveðið að gefa þeim frí föstudaginn 2. júlí sem er síðasti opni dagur leikskólans og skipuleggja í staðinn skemmtilegt starfsmannahóf. Leikskólinn verður því lokaður föstudaginn 2. júlí. 

Stjórnin vonar að foreldrar sýni þessu skilning.

Bestu kveðjur,
Stjórn Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK