Fréttir

Skóladagatal 2023-2024

Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 var samþykkt af stjórn leikskólans á fundi í apríl sl. Að venju eru sex skipulagsdagar á skólaárinu; þrír eru á milli jóla og nýárs, tveir eru í upphafi haust- og vorannar og svo er skipulagsdagur 19.febrúar. Sumarlokun skólans hefst mánudaginn 8. júlí og stendur í fjórar vikur. Skóladagatal Vinagarðs 2023-2024

2024-01-11T08:58:38+00:0022. maí 2023 | 09:08|

Innritun fyrir skólaárið 2023-2024

Þann 14. mars byrjum við að bjóða pláss í Vinagarði fyrir skólaárið 2023-2024. Í haust verða alls um 25 pláss laus og aðlögun fyrsta hóps hefst mánudaginn 14.ágúst. Í Vinagarði er tekið inn eftir aldri barns á sama hátt og í öðrum skólum í Reykjavík. Á biðlista í Vinagarði eru mörg börn fædd 2021 sem [...]

2023-03-01T15:35:33+00:001. mars 2023 | 15:35|

Áfallaáætlun leikskólans Vinagarðs er komin út.

Í áfallaáætlun er að finna upplýsingar um áfallateymi skólans, verkferla við slys og veikindi í leikskólanum auk góðra ráða fyrir starfsfólk um hvernig vinna skal úr áföllum í barnahópnum. Stjórnendur leikskólans unnu áætlunina og var hún svo yfirfarin af Matthildi Bjarnadóttur formanni stjórnar leikskólans. Allir starfsmenn hafa fengið kynningu á áætluninni og hana er einnig [...]

2023-02-13T15:36:43+00:0013. febrúar 2023 | 13:17|

Jafnréttisáætlun Vinagarðs hefur fengið staðfestingu frá Jafnréttisstofu.

Jafnréttisáætlun Vinagarðs var send inn til Jafnréttisstofu í janúar og hlaut samþykki þeirra. Jafnréttisáætlunin er hluti af því ferli sem Vinagarður er í til þess að hljóta jafnlaunastaðfestingu. Gerður Bolladóttir og Gyða Rut Arnmundardóttir eru jafnréttisfulltrúar í Vinagarði og vinna að framgangi jafnréttisstefnunnar með leikskólastjórnendum. Jafnréttisáætlun Vinagarðs.

2023-02-13T15:38:49+00:0013. febrúar 2023 | 13:13|

Starfsáætlun Vinagarðs 2022-2023 komin út

Starfsáætlun Vinagarðs fyrir næsta starfsár er nú tilbúin. Þar er t.d. að finna innra mat skólans á liðnu starfsári, umbótaáætlun og þróunarverkefni næsta árs ásamt skóladagatali. Matsteymi skólans vann ötullega að innra mati í allan vetur og aflaði gagna um skólastarfið frá ýmsum sjónarhornum. Næsta starfsár verður matsteymið víkkað út og fulltrúum foreldra boðin þátttaka. [...]

2022-06-24T12:17:30+00:0024. júní 2022 | 12:17|

Sumarlokun á umsóknum um dvöl í Vinagarði

Í sumar mun Vinagarður nota tímann og skipta um upplýsingakerfi - frá Karellen yfir í Völu. Í júlí munum við því ekki taka við umsóknum um pláss í leikskólanum  í gegnum heimasíðuna. Umsóknarkerfið verður aftur virkt í ágúst. Innritun í Vinagarð fer eftir aldri barna svo þessi lokun hefur ekki áhrif á innritunina. Við höfum [...]

2022-06-23T15:48:28+00:0023. júní 2022 | 15:48|

Hlutastörf í boði í Vinagarði

Leikskólinn Vinagarður sem er hluti af KFUM og KFUK á Íslandi leitar að starfsfólki í hlutastöður frá næstu áramótum. Við leitum að starfsfólki sem hefur gaman af því að vinna með börnum og fullorðnum og vera hluti af því að hlúa að uppbyggilegu umhverfi fyrir börn í samræmi við stefnu leikskólans. Við erum staðsett við [...]

2021-12-23T11:56:48+00:0023. desember 2021 | 11:56|

Starfsáætlun og skóladagatal Vinagarðs

Nú hefur starfsáætlun vetrarins og skóladagatal verið birt á vefsíðu leikskólans. Í starfsáætlun er yfirlit um störf síðasta starfsárs og helstu áherslur og umbótaverkefni komandi árs. Í skóladagatalinu eru upplýsingar um skipulagsdaga og aðra frídaga sem foreldrar ættu að kynna sér vel. Starfsáætlun 2021-2022 Skóladagatal 2021-2022

2021-08-31T12:11:19+00:0031. ágúst 2021 | 12:11|

Þrjár deildir opna 12. ágúst

Í dag fór allt starfsfólk hjá okkur í skimun og erum við núna jafnt og þétt að fá inn niðurstöður. Sem betur fer eru langflestir ekki smitaðir en smitin virðast ætla að vera 5 í hópi starfsfólks og þegar vitum við um tvö smit hjá börnum á Uglugarði en þau eiga öll að hafa fengið [...]

2021-08-11T21:16:46+00:0011. ágúst 2021 | 21:16|

Börn á einni deild í sóttkví

Í dag er staðan sú að tveir starfsmenn til viðbótar hafa greinst með Covid 19 og voru báðir á sömu deildinni. Því hefur smitrakningarteymi Ríkislögreglustjóra tekið ákvörðun um að öll börn sem voru á deildinni miðvikudag og fimmtudag skuli fara í sóttkví í 7 daga talið frá fimmtudeginum. Foreldrar barnanna hafa fengið viðeigandi upplýsingar. Önnur [...]

2021-08-09T15:51:43+00:009. ágúst 2021 | 15:51|
Go to Top