Fimmtudaginn 23. febrúar býður foreldrafélag Vinagarðs upp á örnámskeiðið Tuðfrítt uppeldi. Námskeiðið verður haldið á Uglugarði og hefst kl. 20:00. Gert er ráð fyrir að því verði lokið kl. 22:00. Ekki þarf að skrá sig heldur bara mæta.

Það er Hulda Snæbergs Hauksdóttir, leikskólastjóri og fjölskyldufræðingur, sem heldur námskeiðið.

Tuðfrítt uppeldi hentar öllum uppalendum sem vilja styrkja sig í foreldrahlutverkinu, bæta samskiptin á heimilinu og verða skemmtilegri foreldrar! Við tölum um allskonar hamagang sem fylgir sambúð með börnum, setjum okkur inní hugarheim barnanna og æfum okkur í að eiga samskipti á nýjan hátt, með húmor og ýmsum öðrum trixum!

https://www.facebook.com/tudfrittuppeldi/