Almennt

Margar tegundir eru til af veirum sem herja á slímhúð í öndunarfærum og koki. Stundum er þetta vegna RS veirusýkingar, sem getur á fyrsta æviárinu valdið berkjubólgu og lungnabólgu, en hjá eldri börnum veldur hún oftar almennum kvefeinkennum. Almennt hreinlæti er mikilvægt til að minnka smithættu.

Einkenni

Geta verið hósti, nefrennsli, hálssærindi, kyngingarerfiðleikar. Einnig þreyta, óværð, lystarleysi, stundum uppköst.

Fylgikvillar

Í tengslum við ofangreint getur barn fengið miðeyrnabólgu, skútabólgu (kinn- og ennisholusýkingu), berkjubólgu og lungnabólgu.

Hafa samband við lækni ef merki um alvarlega sýkingu eða fylgikvilla og hjá börnum með hjartasjúkdóma og astma:

  • erfiðleikar með öndun
  • geltandi hósti
  • andnauð
  • blámi á vörum
  • mikill slappleiki
  • mjög miklir kyngingarerfiðleikar

Sótt af http://www.hsve.is/page/halsbolga-og-kvef-veirusyking þann 9. október 2015