Almennt

Smit berst á milli einstaklinga með beinni eða óbeinni snertingu hluta eins og t.d. handklæði og leikfanga. Smit getur einnig verið loftborið með hósta eða hnerra.

Væg einkenni

Barn sem er kvefað getur verið með væg einkenni og gröft í augnkrókum eftir svefn. Þetta orsakast af stífluðum táragöngum og er ekki smitandi og krefst yfirleitt ekki meðhöndlunar. Einnig eru til veirusýkingar sem gefa væg einkenni og eru ekki smitandi.

Mikil einkenni

Oftast af völdum baktería eða ákveðinna veirusýkingar (t.d. adenoveirusýkingar) sem gefa veruleg einkenni. Mikill roði, gröftur og bólga í augum.  Slíkar sýkingar eru smitandi og krefjast læknisskoðunar.

Meðferð

Þvo augnumgjörð með þvottapoka og volgu vatni. Mælt með að nota sama þvottapokann ekki oftar en einu sinni.  Reglulegur handþvottur er mikilvægur. Sýklalyf staðbundið í auga ef mikil einkenni.

Sótt af http://www.hsve.is/page/augnsykingar þann 9. október 2015