Vinagarður hlaut styrk til þátttöku í tveimur Nordplus verkefnum á árinu 2024-2025. Annað verkefnið snýst um stuðning í leikskólastarfinu og eru samstarfsaðilar leikskólar frá Eistlandi og Litháen. Hitt verkefnið snýst um uppgötvunarnám og eru samstarfsaðilar leikskólar frá Noregi og Litháen.
Leikskólarnir skiptast á fyrirmyndarverkefnum sem prófuð eru á víxl íþátttökuskólunum og tillögur að breytingum og aðlögunum skráðar. Einnig er leikskólastarf skoðað í þátttökulöndunum og nýjum hugmyndum miðlað. Það er mikilvægt fyrir kennara að taka þátt í þróunarverkefnum af þessu tagi til þess að halda við fagþekkingu og fá samanburð og speglun á eigið starf.

Verkefnunum lýkur á Íslandi í október 2025.

Verkefni fyrir stuðning í leikskólastarfinu

Verkefni fyrir uppgötvunarnám