Allir þurfa’ að eiga vin,
allir þurfa’ að eiga vin.
Leggjum núna hönd í hönd
og hnýtum okkar vinabönd.

Þegar bjátar eitthvað á
allt það segja vini má,
ýta sorgum öllum frá
og aftur gleði sinni ná.

Allir þurfa’ að eiga vin,
allir þurfa’ að eiga vin.
Leggjum núna hönd í hönd
og hnýtum okkar vinabönd.

Vináttan hún færir frið,
friður bætir mannkynið.
Öðrum sýnum ást og trú
og eflum vináttuna nú.

Allir þurfa’ að eiga vin,
allir þurfa’ að eiga vin.
Leggjum núna hönd í hönd
og hnýtum okkar vinabönd.

Höfundur texta: Margrét Ólafsdóttir