Kæru foreldrar, nú er komið að þvi að við á leikskólanum ætlum að pakka gjöfum í skókassa með börnunum ykkar til að senda til Úkraínu. Það væri gaman ef allir gætu tekið þátt í verkefninu og lagt eitthvað í púkkið. Við búum til kassa fyrir börn á aldrinum (3-6 ára) og ( 7-10 ára). Það sem er gott að fá eru einhverjar hreinlætisvörur svo sem tannbustar og tannkerm, þvottstykki og sápur, greiður, hárskraut. Það má einnig setja föt, t.d húfur, vettlinga, sokka, bol eða peysur. Það er líka gott að fá eitthvað skóladót, eins og blýanta, liti, yddara, stokleður, skrifblokkir og ýmist smámlegt sem nýtist sem skóladót. Einnig er gaman að setja eitthvað smá nammi og eitthvað dót til að dunda með. Gott er að láta 500- 1000 króunur fylja með fyrir sendingakostnaði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðunni https://www.kfum.is/skokassar/ eða spyrja okkur kennarana.

Síðasti skiladagur fyrir dótið til okkar er föstudagurinn 2. nóvember 2018.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk Vinagarðs