Hin árlega vorhátíð leikskólans á Vinagarði, sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu, verður haldin laugardaginn 13. maí nk. milli kl. 11:00-13:00. Þar gefst foreldrum, ömmum og öfum ásamt öðrum velunnurum að fræðast um leik og starf barna á leikskólanum ásamt því að gleðin verður við völd!

Hið faglega

Opið verður á öllum deildum leikskólans, þar sem gestir og gangandi geta skoðað verk og gersemar barnanna okkar sem unnin hafa verið á skólaárinu 2016-2017. Fræðst um skólastarfið og spjallað við kennaranna. Hér er einnig tækifæri á því að kíkja á aðrar deildir heldur en barnið ykkar er á, til að fræðast t.d. um næsta leikskólaár eða rifja upp gamlar minningar.

Léttir strengir

Að vanda mun verður boðið upp á hoppukastalla, skemmtilegheit, grillaðar pylsur og drykkjarföng. En einnig mun foreldrafélagið hafa sælkerabasar ásamt því að ís og popp verður til sölu til styrktar foreldrafélaginu.

Basarinn

Við hvetjum foreldra sem og aðra að koma með eitthvað skemmtilegt á basarinn, hvort sem það er matarkyns, handverk eða eitthvað af öðrum toga.

Hjálparhendur

Einnig tökum við mjög vel á móti öllum hjálparhöndum sem vilja leggja okkur lið, fyrir, á meðan og við lok hátíðarinnar. Til þess að gera þetta eins skemmtilega fyrir alla, enda vinna margar hendur létt verk 🙂