IMG_0624

Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK er sjálfstætt starfandi kristilegur leikskóli, staðsettur í Laugardalnum í Reykjavík. Leikskólinn var stofnaður 17. nóvember 1975 og starfaði í Langagerði 1 í rúm 26 ár. Hann flutti á Holtaveg 28 í Reykjavík 2. apríl 2002 og hlaut þá nafnið Vinagarður.

Leikskólinn Vinagarður byggir starf sitt á kristilegum grunni þar sem lögð er áhersla á að efla kristið siðgæði og veita trúarlegt uppeldi sem byggir á gildum skólans um trú, von og kærleika. Skólastarfið er skipulagt í samræmi við aðalnámskrá leikskóla, þeim lögum og reglugerðum sem eiga við um börn og leikskólastigið, menntastefnu Reykjavíkurborgar og Barnasáttmála SÞ.Í starfi leikskólans er lögð áhersla á að börnin læri um náttúruna og að bera virðingu og umhyggju fyrir henni jafnt og öllu því sem Guð hefur skapað. Vináttan í víðum skilningi þess orðs er rauður þráður í starfi leikskólans og eitt af sérkennum hans.

Skólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri og skiptist í 4 deildir eftir aldri barnanna.

Leikskólastjóri er Hulda Björg Jónasdóttir og má fá allar nánari upplýsingar hjá henni í síma 553 3038. Einnig er öllum velkomið að koma í heimsókn til okkar eða senda okkur tölvupóst á vinagardur@vinagardur.is.

Hægt er að sækja um leikskólapláss hér á vefnum.

Skólanámskrá Vinagarðs 2024

Reglur um leikskólaþjónustu Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK

Svona vinnum við

Í leikskólanum er stutt við nám og þroska barna með áherslu á leikinn. Endilega kynnið ykkur skólanámskrána hér að ofan en þar er að finna nánari umfjöllun um eftirfarandi atriði: