Í Vinagarði leikskóla KFUM og KFUK gegnir stjórn leikskólans hlutverki foreldraráðs. Stjórn leikskólans fundar mánaðarlega á starfstíma skólans.

  • Stjórn Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK 2025-2026.
    • Bára Sigurjónsdóttir, formaður
    • Berglind Ósk Einarsdóttir, gjaldkeri
    • Björg Brynjólfsdóttir, varamaður
    • Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, varamaður
    • Hilmar Einarsson, ritari
    • Hrund Ólafsdóttir,  fulltrúi foreldra
    • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, stjórnarmaður

     

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til skóla -og frístundaráðs um:

  • Skólanámskrá
  • Starfsáætlun
  • Aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans.

Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.

Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á skólastarfinu.