Foreldrafélag Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK var stofnað í febrúar 2001. Var félagið þá rekið á kennitölu leikskólans. Þann 14. mars 2016 var haldinn formlegur stofnfundur og í kjölfarið var félagið stofnað með eigin kennitölu.

Tilgangur félagsins er að sameina foreldra barna á Vinagarði leikskóla KFUM og KFUK og standa vörð um velferð barna á leikskólanum.

Eftirtaldir sitja í stjórn foreldrafélagsins veturinn 2024 – 2025.

Formaður: Lára Margrét Möller

Gjaldkeri: Sigrún Tómasdóttir

Fulltrúar foreldra á hverri deild eru meðstjórnendur auk þess sem kallað er eftir aðstoð við viðburði og fleira.

Auk stjórnarinnar taka leikskólastjórar þátt í skipulagninu starfsins og sitja fundi.

Félagsgjöld 2025-2026

Félagsgjald fyrir veturinn 2025-2026 var ákveðið 5.000 kr fyrir eitt barn og 7.500 kr fyrir tvö eða fleiri.

Foreldrar eru hvattir til þess að greiða gjaldið sem mætir kostnaði við starfsemi félagsins og er að öllu leyti nýtt í þágu barnanna og leikskólans. Þeir sem, aðstæðna sinna vegna, geta ekki greitt gjaldið halda þó félagsréttindum sínum.

Reikningsupplýsingar

Félagsgjöld eru innheimt með kröfum í netbanka en ekki með millifærslu. Hér fyrir neðan eru reikningsupplýsingar félagsins fyrir aðrar greiðslur, s.s. fjáröflun.

Kt. 470416-0170

Aðalreikningur 0526-26-470416
Söfnunarreikningur 0515-14-413502