vatnaskogurFöstudaginn 21. október fara börn á Grísagarði, Kópagarði og Uglugarði í árlega ferð í Vatnaskóg. Lagt verður af stað frá Vinagarði kl. 09:30 og komið til baka upp úr kl. 16. Í Vatnaskógi fáum við að kynna staðnum, leika okkur í íþróttahúsinu, leika okkur í skóginum og fleira skemmtilegt. Foreldrafélag Vinagarðs býður upp á rútuferðina.
Þeir foreldrar sem ætla að vera með bílsatóla fyrir börnin eru beðin að láta vita tímanleg þar sem þarf 3 punkta belti fyrir stólana. Margar rútur eru með 2 punkta belti sem á að nota ef börnin eru ekki í bílastólum samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu http://www.msb.is

Einn fullorðin getur fylgt hverju barni en umfram það þarf að greiða 2.000 kr/mann. Best er að greiða gjaldið með reiðufé á staðnum en þeir sem ekki geta það fá senda kröfu í netbanka en þá bætist við 200 kr greiðslugjald.

Það þarf að skrá sig á lista sem eru á hverri deild.