Í júní var starfsáætlun Vinagarðs fyrir komandi skólaár gefin út og með henni skóladagatalið. Á því eru helstu merkisdagar skólaársins, þátttaka foreldra og skipulagsdagar. Í skapandi skólastarfi er þó alltaf eitthvað sem þarf að breyta eða góðar hugmyndir fæðast sem við viljum gefa rými í skipulaginu svo dagatalið er birt með fyrirvara um slíkt. Við munum þó alltaf tilkynna um breytingar eða viðbætur með fyrirvara. Hlökkum til samstarfsins í vetur!