Leikskólinn Vinagarður fagnaði 50 ára afmæli sínu mánudaginn 17.nóvember sl. Afmælisveislan var vel sótt af börnum, foreldrum, starfsfólki og öðrum velunnurum skólans.
Í tilefni af 50 ára afmæli skólans hannaði Hugrún Lena Hansdóttir grafískur hönnuður og foreldri við skólann, nýtt merki Vinagarðs sem Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarstjóra í Reykjavík afhjúpaði. Merkið sýnir umfaðmandi vin og laufblað sem eru tákn fyrir aðaláherslur skólans, vináttu og náttúru, auk þess sem í því myndast opinn kross sem tákn fyrir kristna trú.
Skólanum bárust ýmsar gjafir, blóm, bækur og spil fyrir börnin auk þess sem foreldrafélagið gaf skólanum
peningagjöf upp í leiktæki á lóð. Við þökkum kærlega fyrir allt þetta.
Á afmælishátíðinni fóru börn og foreldrar með litlar bænir sem börnin sömdu og festu á runna og tré í umhverfi skólans auk þess sem afmælinu var fagnað með afmælisköku og öðrum glæsilegum veitingum. Í lokin mætti Lína langsokkur  til að fagna afmælinu og urðu fagnaðarfundir hjá henni og börnunum. Vinagarður hefur látið gera stutt myndbönd um starfsemi skólans á þessum tímamótum og munu þau birtast hér á síðunni næstu daga.