Fimmtudagskvöldið, 15. mars kl. 20.00, stendur foreldrafélag Vinagarðs fyrir spennandi fræðslukvöldi. Foreldrar og starfsfólk eiga saman notalega stund, hlusta á fræðslu og gæða sér á léttum veitingum.

Sálfræðingarnir Hafdís Einarsdóttir og Magnús Friðrik Ólafsson ætla að fjalla um uppeldi og hegðun leikskólabarna. Þau eru sálfræðingar hjá Heilsugæslunni þar sem þau sinna meðferð fyrir börn að 18 ára aldri og ráðgjöf fyrir foreldra. Þetta verður án efa skemmtilegt og fróðlegt kvöld þar sem rætt verður meðal annars um hegðun og hegðunarmótun, óþægilegar uppákomur og viðbrögð foreldra.

Gjöf til starfsmanna

Sú skemmtilega venja hefur skapast að foreldrafélagið hefur við þetta tækifæri fært starfsfólki Vinagarðs örlítinn þakklætisvott – launaðan frídag. Foreldrar barna á leikskólanum hafa tekið að sér að leysa starfsfólkið af þessa daga og hafa allir haft virkilega gaman af – ekki síst börnin. Við vonum að foreldrar taki jafn vel í þennan skemmtilega sið og fyrri ár en listi með óskafrídögum starfsfólks mun verða settur upp í fljótlega

Vonandi sjáum við sem flesta!

Stjórn foreldrafélagsins