Nú hefur Vinagarður gengið til samstarfs við veitingaþjónustuna Yndisauka um tilbúnar máltíðir fyrir fjölskyldur leikskólabarna og starfsfólks. Fyrirkomulagið er þannig að mat þarf að panta í síðasta lagi 23:59 á miðvikudegi vikuna á undan. Yndisauki kemur svo með matinn í kæli frammi á gangi í leikskólanum (við kaffistofu starfsfólks) og foreldrar sækja matinn þangað. Máltíðir eru afhentar á þriðjudögum og fimmtudögum.

Matseðill næstu viku er birtur á vefsíðunni vinagarður.is. Maturinn og pantaður og greiddur í gegnum skráningarkerfi KFUM og KFUK á Íslandi.

Könnun meðal foreldra leiddi í ljós að nokkur áhugi er á slíkri þjónustu og er það von stjórnarinnar að hún mælist vel fyrir.